Helena Sverris: Ég hrinti henni Atli Arason skrifar 28. apríl 2022 23:04 Helena Sverrisdóttir og leikmenn Hauka fagna sigrinum í kvöld Vilhelm Helenu Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var létt að hafa náð sigri í Njarðvík í kvöld, 51-60. Haukar ná þar með knýja fram oddaleik og forðast sumarfrí. „Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
„Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira