Íþróttir yngstu barnanna eiga að vera gjaldfrjálsar í Kópavogi Sverrir Kári Karlsson skrifar 27. apríl 2022 11:01 Jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs eru okkur Framsókn í Kópavogi mjög hugleikin og að okkar mati forgangsmál. Það var jú Framsókn sem á sínum tíma kom frístundastyrknum á laggirnar og þykir hafa heppnast vel í þágu jöfnuðar og forvarna. En hvers vegna að láta staðar numið hér? Það er mikilvægt að taka stöðuna, endurmeta og halda umræðunni áfram um hvort mögulega sé hægt að jafna tækifærin enn frekar. Við vitum að þörfin fyrir framþróun í þessum málum er sannarlega til staðar. Með hækkandi kostnaði íþróttafélaga, t.d. vegna launakostnaðar, sjáum við að hér getum við gert betur þegar kemur að stuðningi sveitarfélagsins við iðkendur íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi. Það er skylda okkar sem njótum þess trausts að fá að starfa í stjórnmálum, að þróast og halda sífellt áfram að leita allra leiða til að gera betur. Við hjá Framsókn höfum einmitt gert það eins og dæmin sýna og það er nákvæmlega það sem við ætlum að halda áfram að gera. Gefum nýjum hugmyndum tækifæri, setjum nýsköpun í forgrunn og gerum enn betur. Framsókn í Kópavogi metur sem svo að nú sé rétt að stíga næsta skref. Við viljum leiða innleiðingu nýrrar nálgunar bæjarfélagsins, eins og við leiddum innleiðingu frístundastyrkjarins, og leggja línurnar í góðu samstarfi við hagsmunaaðila, á þann hátt að íþrótta- og tómstundastarf yngsta stigs iðkenda 9 ára og yngri verði gert gjaldfrjálst. Þessi viðbót við annars gott frístundastyrkjarkerfi, er okkar leið til að jafna tækifæri barna enn frekar á sviði íþrótta- og tómstunda sem og að sýna það bæði í orði og á borði að hagur fjölskyldna og barna í Kópavogi, er í okkar augum, augljóst forgangsmál. Höldum áfram að vinna að jöfnun tækifæra barna og styðjum við fjölskyldur í Kópavogi - vegna þess að við getum það. Höfundur er verkfræðingur/sviðsstjóri og frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Íþróttir barna Kópavogur Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs eru okkur Framsókn í Kópavogi mjög hugleikin og að okkar mati forgangsmál. Það var jú Framsókn sem á sínum tíma kom frístundastyrknum á laggirnar og þykir hafa heppnast vel í þágu jöfnuðar og forvarna. En hvers vegna að láta staðar numið hér? Það er mikilvægt að taka stöðuna, endurmeta og halda umræðunni áfram um hvort mögulega sé hægt að jafna tækifærin enn frekar. Við vitum að þörfin fyrir framþróun í þessum málum er sannarlega til staðar. Með hækkandi kostnaði íþróttafélaga, t.d. vegna launakostnaðar, sjáum við að hér getum við gert betur þegar kemur að stuðningi sveitarfélagsins við iðkendur íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi. Það er skylda okkar sem njótum þess trausts að fá að starfa í stjórnmálum, að þróast og halda sífellt áfram að leita allra leiða til að gera betur. Við hjá Framsókn höfum einmitt gert það eins og dæmin sýna og það er nákvæmlega það sem við ætlum að halda áfram að gera. Gefum nýjum hugmyndum tækifæri, setjum nýsköpun í forgrunn og gerum enn betur. Framsókn í Kópavogi metur sem svo að nú sé rétt að stíga næsta skref. Við viljum leiða innleiðingu nýrrar nálgunar bæjarfélagsins, eins og við leiddum innleiðingu frístundastyrkjarins, og leggja línurnar í góðu samstarfi við hagsmunaaðila, á þann hátt að íþrótta- og tómstundastarf yngsta stigs iðkenda 9 ára og yngri verði gert gjaldfrjálst. Þessi viðbót við annars gott frístundastyrkjarkerfi, er okkar leið til að jafna tækifæri barna enn frekar á sviði íþrótta- og tómstunda sem og að sýna það bæði í orði og á borði að hagur fjölskyldna og barna í Kópavogi, er í okkar augum, augljóst forgangsmál. Höldum áfram að vinna að jöfnun tækifæra barna og styðjum við fjölskyldur í Kópavogi - vegna þess að við getum það. Höfundur er verkfræðingur/sviðsstjóri og frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun