Hópuppsögn Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 26. apríl 2022 10:00 Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Helga Adolfsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun