Handbolti

Öruggt hjá Ála­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron gaf fjórar stoðsendingar í leik dagsins.
Aron gaf fjórar stoðsendingar í leik dagsins. Frank Molter/Getty Images

Aron Pálmarsson og liðsfélagar í Álaborg unnu stórsigur á Fredericia í meistaraumspili danska handboltans í dag, lokatölur 36-26.

Álaborg var mikið betri aðilinn frá upphafi til enda en liðið leiddi með sjö mörkum í hálfleik. Sá munur var orðinn tíu mörk er leiknum lauk, staðan þá 36-26.

Aron var ekki meðal markaskorara í dag en hann gaf fjórar stoðsendingar. Þá er Arnór Atlason sem fyrr aðstoðarþjálfari liðsins.

Meistaraumspil Danmerkur skiptist í tvo riðla. Álaborg er á toppi riðils 2 með tvo sigra eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×