Kolefnishlutlaus Kópavogur Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. apríl 2022 10:30 Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar