Handbolti

Viktor Gísli fór mikinn í sigri GOG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson

GOG fer vel af stað í úrslitakeppni danska handboltans.

Í dag vann liðið þriggja marka sigur á Bjerringbro/Silkeborg, 33-30.

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG og gerði það vel en hann varði fimmtán skot og var með 35% markvörslu.

GOG hefur unnið báða leiki sína í úrslitakeppninni þar sem liðið vann útisigur á Ribe Esbjerg í fyrstu umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.