Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. apríl 2022 07:00 Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Leikskólar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun