Hinseginmál eru mannréttindamál Anna Sigrún Jóhönnudóttir og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir skrifa 13. apríl 2022 18:32 Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar