Fjölbreytni til framtíðar í Garðabæ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:31 Fjölbreytni er mikilvægt leiðarstef í sýn Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fjölbreytt samfélag er sannarlega verðugt markmið í sjálfu sér og ákall okkar um aukna fjölbreytni nær til margra málaflokka sveitarfélagsins. Hugtakið er þannig mikilvægur hlekkur í stefnu Garðabæjarlistans í meðal annars menningarmálum, íþrótta- og æskulýðsmálum og mannréttindamálum. Hér mun ég tæpa á því helsta sem viðkemur fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu og í samgöngum. Garðabær er á tímamótum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í bænum að undanförnu og frekari uppbygging er fyrirhuguð. Það er mikilvægt að tækifærin sem bærinn hefur núna séu nýtt til þess að mæta þeim þörfum sem samfélagið okkar hefur. Það á að vera hægt að leigja í Garðabæ. Það á að vera hægt að kaupa sína fyrstu eign í Garðabæ. Það er tímabært að kynslóðirnar geti allar búið saman í bænum, óháð aldri og tekjum. Við þurfum fjölbreyttari valkosti. Fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu þýðir ekki einungis að byggja þurfi bæði fjölbýli og sérbýli, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, heldur einnig að dágóður hluti uppbyggingarinnar fari til óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga, í félagslegt húsnæði og í húsnæði sem sérstaklega er ætlað ungu fólki. Þetta hefur skort lengi í Garðabæ og skökk íbúasamsetningin, þar sem fólk á aldrinum 20-40 ára vantar hlutfallslega í bæjarfélagið, er afleiðing þeirrar einsleitnisstefnu sem rekin hefur verið leynt og ljóst í Garðabæ síðustu áratugina. Samhliða þessu þarf að standa vörð um sérstöðu hverfa og tryggja greitt aðgengi íbúa að grænum svæðum og þeirri stórkostlegu náttúru sem umlykur okkur hér í bænum. Samgöngur eru annar málaflokkur þar sem Garðabær þarf nauðsynlega að taka skref í átt að fjölbreytni. Líkt og í flestum sveitarfélögum landsins hefur ósagða stefnan verið sú að gera fólki á einkabíl lífið eins auðvelt og hægt er. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að fjölbreyttir, virkir og vistvænir ferðamátar verði líka raunverulegur valkostur fyrir íbúa og að innviðir séu byggðir upp og framkvæmdum forgangsraðað með það í huga. Börnin okkar eiga að komast fótgangandi á öruggan hátt í skóla og frístundir. Fólk á að eiga þess kost að geta hjólað í vinnuna á þægilegum og aðgreindum hjólastígum. Við eigum ekki öll að þurfa tvo bíla á heimili til að geta komist í gegnum hversdagsleikann. Það er langtímaverkefni að koma upp öruggum og skilvirkum innviðum fyrir virka ferðamáta um allt bæjarfélagið, en við þurfum að taka skrefin. Það er staðreynd að það kjósa æ fleiri að nýta virka ferðamáta, við hvetjum börnin okkar til þess að hjóla í skólann, í sund eða í frístundir. Það er gleðiefni að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða en það skiptir máli að innviðir styðji við þessa jákvæðu þróun. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki og styðja þannig við fjölbreytni í samgöngum með alvöru aðgerðum - og fækka mögulega nokkrum ‘hjólinu var stolið’ póstum á íbúasíðum Garðabæjar í leiðinni. Garðabær stendur á krossgötum og tækifærin eru fyrir hendi. Þann 14. maí nk. fáum við að velja hvernig samfélagið okkar á að líta út til framtíðar. Garðabæjarlistinn velur fjölbreytni, í allri sinni stórkostlegu mynd, og við óskum eftir umboði Garðbæinga til þess að vinna henni veg í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti X-G, Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytni er mikilvægt leiðarstef í sýn Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fjölbreytt samfélag er sannarlega verðugt markmið í sjálfu sér og ákall okkar um aukna fjölbreytni nær til margra málaflokka sveitarfélagsins. Hugtakið er þannig mikilvægur hlekkur í stefnu Garðabæjarlistans í meðal annars menningarmálum, íþrótta- og æskulýðsmálum og mannréttindamálum. Hér mun ég tæpa á því helsta sem viðkemur fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu og í samgöngum. Garðabær er á tímamótum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í bænum að undanförnu og frekari uppbygging er fyrirhuguð. Það er mikilvægt að tækifærin sem bærinn hefur núna séu nýtt til þess að mæta þeim þörfum sem samfélagið okkar hefur. Það á að vera hægt að leigja í Garðabæ. Það á að vera hægt að kaupa sína fyrstu eign í Garðabæ. Það er tímabært að kynslóðirnar geti allar búið saman í bænum, óháð aldri og tekjum. Við þurfum fjölbreyttari valkosti. Fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu þýðir ekki einungis að byggja þurfi bæði fjölbýli og sérbýli, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, heldur einnig að dágóður hluti uppbyggingarinnar fari til óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga, í félagslegt húsnæði og í húsnæði sem sérstaklega er ætlað ungu fólki. Þetta hefur skort lengi í Garðabæ og skökk íbúasamsetningin, þar sem fólk á aldrinum 20-40 ára vantar hlutfallslega í bæjarfélagið, er afleiðing þeirrar einsleitnisstefnu sem rekin hefur verið leynt og ljóst í Garðabæ síðustu áratugina. Samhliða þessu þarf að standa vörð um sérstöðu hverfa og tryggja greitt aðgengi íbúa að grænum svæðum og þeirri stórkostlegu náttúru sem umlykur okkur hér í bænum. Samgöngur eru annar málaflokkur þar sem Garðabær þarf nauðsynlega að taka skref í átt að fjölbreytni. Líkt og í flestum sveitarfélögum landsins hefur ósagða stefnan verið sú að gera fólki á einkabíl lífið eins auðvelt og hægt er. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að fjölbreyttir, virkir og vistvænir ferðamátar verði líka raunverulegur valkostur fyrir íbúa og að innviðir séu byggðir upp og framkvæmdum forgangsraðað með það í huga. Börnin okkar eiga að komast fótgangandi á öruggan hátt í skóla og frístundir. Fólk á að eiga þess kost að geta hjólað í vinnuna á þægilegum og aðgreindum hjólastígum. Við eigum ekki öll að þurfa tvo bíla á heimili til að geta komist í gegnum hversdagsleikann. Það er langtímaverkefni að koma upp öruggum og skilvirkum innviðum fyrir virka ferðamáta um allt bæjarfélagið, en við þurfum að taka skrefin. Það er staðreynd að það kjósa æ fleiri að nýta virka ferðamáta, við hvetjum börnin okkar til þess að hjóla í skólann, í sund eða í frístundir. Það er gleðiefni að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða en það skiptir máli að innviðir styðji við þessa jákvæðu þróun. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki og styðja þannig við fjölbreytni í samgöngum með alvöru aðgerðum - og fækka mögulega nokkrum ‘hjólinu var stolið’ póstum á íbúasíðum Garðabæjar í leiðinni. Garðabær stendur á krossgötum og tækifærin eru fyrir hendi. Þann 14. maí nk. fáum við að velja hvernig samfélagið okkar á að líta út til framtíðar. Garðabæjarlistinn velur fjölbreytni, í allri sinni stórkostlegu mynd, og við óskum eftir umboði Garðbæinga til þess að vinna henni veg í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti X-G, Garðabæjarlistans.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun