Góður skóli – góður vinnustaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:00 Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun