Handbolti

Magdeburg áfram á sigurbraut

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon
Ómar Ingi Magnússon

SC Magdeburg, lið Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar heldur áfram hraðbyri að þýska deildarmeistartitinum í handbolta. Liðið hefur nú 7 stiga forystu á toppnum eftir sigur á HSG Wetzlar í dag, 26-29.

Magdeburg var á toppi deildarinnar fyrir leikinn með 46 stig eftir 25 leiki en Wetzlar sat í sjötta sætinu með 29 stig. Magdeburg hefur leitt deildina allt frá upphafi tímabilsins.

Það voru þó heimamenn í Wetzlar sem byrjuðu betur og höfðu forystuna allan fyrri hálfleikinn. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 15-12 heimamönnum í vil og möguleiki á öðru tapi Magdeburg í síðustu þremur leikjum.

Það gerðist þó ekki og meistarakandídatarnir höfðu talsverða yfirburði í síðari hálfleik, vann hann 11-17 og þar með leikinn 26-29.

Gísli Þorgeir og Ómar Ingi voru markahæstir hjá Magdeburg með sín sex mörkin hvor en hjá Wetzlar skoraði Filip Mirkulovski sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×