Öflugt skólastarf - fyrir framtíðina Mjöll Matthíasdóttir skrifar 8. apríl 2022 11:01 Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar