Golf

Masters farið af stað á Stöð 2 Golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Masters-mótið í golfi er farið af stað á Stöð 2 Golf.
Masters-mótið í golfi er farið af stað á Stöð 2 Golf. Andrew Redington/Getty Images

Fyrsta risamót ársins í golfi, Masters-mótið, er farið af stað á Stöð 2 Golf.

Margir af bestu kylfingum heims eru mættir á Augusta National-völlinn og þar ber hæst að nefna einn besta kylfing sögunnar, Tiger Woods.

Tiger hóf leik fyrr í dag og eftir 13 holur er hann á einu höggi undri pari. Hann og 14 aðrir kylfingar eru jafnir í áttunda sæti, en auðvitað eru þeir búnir að leika mismargar holur.

Jordan Spieth, Colin Morikawa og Jon Rahm eru nokkrir af þeim sem eru nýlega farnir af stað, en .f þú ert áskrifandi af Stöð 2 Sport þá geturðu horft á útsendinguna hér.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×