Handbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðum GOG og Álaborg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron skoraði fjögur mörk í liði Álaborgar.
Aron skoraði fjögur mörk í liði Álaborgar. Sanjin Strukic/Getty Images

Íslendingaliðin tvö á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar unnu góða sigra í dag.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot er GOG vann sex marka sigur á Nordsjælland, lokatölur 33-27. Viktor Gísli var með 33 prósent markvörslu.

Aron Pálmason skoraði tvö mörk fyrir Álaborg sem vann fjögurra marka sigur á Ribe-Esbjerg, lokatölur 33-29.

Liðin eru því sem fyrr á toppi deildarinnar. GOG í efsta sæti með 50 stig eftir 27 leiki en Álaborg sæti neðar með 45 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.