Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot er GOG vann sex marka sigur á Nordsjælland, lokatölur 33-27. Viktor Gísli var með 33 prósent markvörslu.
Aron Pálmason skoraði tvö mörk fyrir Álaborg sem vann fjögurra marka sigur á Ribe-Esbjerg, lokatölur 33-29.
Liðin eru því sem fyrr á toppi deildarinnar. GOG í efsta sæti með 50 stig eftir 27 leiki en Álaborg sæti neðar með 45 stig.