Hvernig verður Ísland kolefnishlutlaust? Birta Kristín Helgadóttir skrifar 1. apríl 2022 10:31 Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun