Körfubolti

Sjáðu fagnaðar­lætin er Fjölnir fékk fyrsta titilinn í hendurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fjölnir með deildarmeistaratitilinn.
Fjölnir með deildarmeistaratitilinn. Vísir/Bára Dröfn

Fjölnir er deildarmeistari Subway-deildar kvenna í körfubolta. Um er að ræða fyrsta titil félagins í boltagrein. Farið var yfir fagnaðarlætin og frammistöðu Fjölnis í vetur í Körfuboltakvöldi að leik loknum.

„Flott umgjörð hjá Fjölni og starfið í Grafarvoginum mjög flott. Yngri flokkarnir frábærir hjá stelpum og strákum. Mikið af körfuboltaleikmönnum sem hafa alist þarna upp en Fjölnir aldrei landað titli í neinni boltaíþrótt, þetta er merkilegt. Kannski vegna þess að leikmennirnir sem hafa átt að vinna farið annað, flogið úr hreiðrinu,“ bætti Kjartan Atli við.

„Að mínu mati er Fjölnir að byggja ofan á það sem þær voru að gera í fyrra. Þær lenda á móti Val í undanúrslitum í fyrra og Valur vinnur en mér fannst þær sýna rosalega góða samkeppni og við vorum alltaf að tala um að Fjölnir munu verða betri. Þær þurfa að halda sama kjarna og þær hafa svo sannarlega gert það,“ bætti Pálína Gunnlaugsdóttir að endingu við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Fagnaðarlæti Fjölnis eftir að fyrsti titillinn kom í hús

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Sigrún orðin sú frákastahæsta í sögunni

Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sló um helgina metið yfir flest fráköst í efstu deild kvenna í körfubolta. Það gerði hún í sigri Fjölnis í Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×