Handbolti

Andri Snær: Þetta var kærkominn sigur á Fram

Andri Már Eggertsson skrifar
Andri Snær Stefánsson var ánægður með sigurinn
Andri Snær Stefánsson var ánægður með sigurinn

Ótrúlegur seinni hálfleikur KA/Þórs tryggði liðinu þriggja marka útisigur á Fram 27-30. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var afar ánægður eftir leik.

„Þetta var kærkominn sigur á Fram sem hefur haft gott tak á okkur og var ég mjög ánægður með leikinn,“ sagði Andri Snær ánægður með sigurinn. 

Andri Snær var afar ánægður með seinni hálfleik KA/Þórs og sagði hann að þetta hafi verið besti hálfleikur KA/Þórs á tímabilinu.

„Vörnin var góð nánast allan leikinn. Í fyrri hálfleik vorum við að kasta boltanum í tóma þvælu og við tókum fyrir það í hálfleik ásamt fleiri hlutum sem við fínpússuðum.“

„Seinni hálfleikur var frábær og sennilega sá besti sem við höfum spilað á tímabilinu,“ sagði Andri Snær og hélt áfram.

„Stelpurnar eru í frábæru formi og við keyrðum allan leikinn ásamt því var rosaleg vinnsla í vörninni. Það gekk allt upp í seinni hálfleik og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir góðan liðssigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.