Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 23:23 Hótelið var meðal annars nýtt undir farsóttarhús fyrir Covid-smitaða. Vísir/Egill Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira