Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 15:10 Deilan snerist um leigugreiðslur á þessu hóteli, gráu byggingunni fyrir miðju. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira