Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 15:10 Deilan snerist um leigugreiðslur á þessu hóteli, gráu byggingunni fyrir miðju. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira