„Heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:01 Rúnar Sigtryggsson og Bjarni Fritzson voru léttir í bragði í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Stöð 2 Sport Ásbjörn Friðriksson lagðist á koddann á miðvikudagskvöld sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í handbolta hér á landi en það snarbreyttist í hádeginu daginn eftir. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira