„Heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:01 Rúnar Sigtryggsson og Bjarni Fritzson voru léttir í bragði í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Stöð 2 Sport Ásbjörn Friðriksson lagðist á koddann á miðvikudagskvöld sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í handbolta hér á landi en það snarbreyttist í hádeginu daginn eftir. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira