„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2022 21:30 Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra eru fallnir úr Subway-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum „Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild. Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
„Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild.
Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45