Af hverju lögreglufræði? Þórveig Unnar Traustadóttir skrifar 24. mars 2022 18:31 Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun