Mannúð og friður Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2022 07:30 Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun