Garðabær framtíðarinnar Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 22. mars 2022 09:30 Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar