Betur má ef duga skal – Um nám barna með annað upprunamál en íslensku Magnús Þór Jónsson skrifar 19. mars 2022 11:00 Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar