Börn á sakaskrá Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. mars 2022 11:30 Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Píratar Alþingi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar