Hvað verður um fósturbörnin? Guðlaugur Kristmundsson, Birna Þórarinsdóttir, Ragnar Schram og Erna Reynisdóttir skrifa 14. mars 2022 13:32 Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Réttindi barna Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun