Þegar leikreglurnar líkjast lönguvitleysu Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Hildur Ösp Gylfadóttir skrifa 14. mars 2022 10:31 Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd. Því er ekki hægt að segja starfsmanni upp við fyrsta brot nema um skýrt lögbrot hafi verið að ræða. Þannig gæti starfsmaður orðið uppvís af kynferðislegri áreitni, mætt til vinnu undir áhrifum hugbreytandi efna, dregið að sér fé og haft viðhorfsvanda gagnvart samstarfsfólki allt innan árs en það kynni ekki að duga til uppsagnar á ríkisreknum vinnustað. Eins getur starfmaður brotið af sér ítrekað með sambærilegum hætti en vegna tímalengdar milli brota nægir það heldur ekki til uppsagnar. Árangursrík stjórnun Í stjórnendastefnu ríkisins eru gerðar ítarlegar kröfur til stjórnenda um leiðtogahæfni, samskiptahæfni og árangursmiðaða stjórnun. Eitt af meginverkefnum stjórnenda er endurgjöf til starfsfólks og í því felst jafnframt að þeir taki á slakri frammistöðu. Starfsumhverfið breytist ört um þessar mundir. Má þar nefna ný og frjálslegri ráðningarform, aukna fjarvinnu, fjórðu iðnbyltinguna og tækniframfarir en auk þess er ný kynslóð með gjörbreytta sýn að stíga fyrstu skrefin inn á vinnumarkaðinn. Þessir þættir og margir fleiri gera ríkar kröfur á stjórnendur sem þurfa að hafa nauðsynleg verkfæri til að geta skilað starfi sínu vel. Standi stjórnandi ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans þarf að vera til staðar skilvirkt ferli til að bregðast við. Tvímælalaust þarf að gera betur í að styðja við og veita stjórnendum markvissa endurgjöf í starfi hjá hinu opinbera. Eins þarf að finna aðrar og nútímalegri leiðir til að bregðast við óhæfum stjórnendum. Sú lagaumgjörð sem unnið er eftir í dag er þunglamaleg og úrelt sem gerir það að verkum að erfitt er að bregðast við frammistöðu- og siðferðisvanda á vinnustað. Núgildandi reglur eru í meginatriðum frá árinu 1954! Óviðunandi ástand Stjórnendur hjá hinu opinbera geta illa staðið undir væntingum sem gerðar eru til þeirra í starfi svo sem í stjórnendastefnu hins opinbera og fjármálastefnu miðað við leikreglurnar sem í gildi eru. Réttur ríkisstarfsmanna er mjög ríkur sem er að hluta til ástæða þess að þrátt fyrir viðleitni stjórnenda í aðstæðum sem reyna mikið á er hætt við að andrúmsloftið á vinnustaðnum geti orðið óbærilegt. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um að vinnustaðir hins opinbera taki ekki nægilega vel á erfiðum málum sem upp koma. Í tilfellum þar sem starfsmaður brýtur gegn öðrum starfsmanni er sú staða því miður algeng að þolandinn sé í þeirri óásættanlegu stöðu að þurfa áfram að starfa með geranda eða hrekjast í burtu. Þrátt fyrir að stjórnandi myndi vilja víkja starfsmanni sem brotlegur er strax frá störfum þá heimila lögin það ekki. Dæmin sýna að þó að áminning sé veitt er líklegri niðurstaða í erfiðustu málunum að þolandinn eða þolendurnir hrekist af vinnustaðnum. Er starfsumhverfi heilbrigt, farsælt eða nútímalegt fyrir starfsmann, stjórnanda eða vinnustað þegar reglurnar sem gilda kveða á um að starfsmaður sé nánast ósnertanlegur þegar hann hefur verið fastráðinn? Er ekki öllum hollt að upplifa væntingar um árangur og góða frammistöðu í starfi og búa við umhverfi þar sem reglubundin símenntun og stuðningur til þróunar í starfi sé hluti af vinnustaðarmenningunni? Eitrað andrúmsloft myndast á vinnustaðnum ef starfsmaður er farinn að vinna leynt og ljóst gegn vinnustaðnum án þess að stjórnandi geti aðhafst eða hafi hreinlega úthald þegar að uppsagnarferli hjá hinu opinbera kemur. Þau lagalegu úrræði sem stjórnendur hjá hinu opinbera hafa til að bregðast við brotum eða öðrum vanda í starfi eru í raun afar lítið notuð sökum þess hve ógagnleg og erfið þau eru í framkvæmd. Þrautalending Hjá ríkinu virðast einkum tvær aðgerðir vera notaðar til að uppræta óviðunandi ástand sem stjórnandi nær ekki að leysa. Annars vegar skipulagsbreytingar sem gera vinnustaðnum kleift að réttlæta uppsögn. Hlutirnir eru þá leystir án þess að rétt skilaboð séu gefin til starfsfólks á vinnustaðnum og lítill lærdómur hlýst af þar sem ekki er rætt um ástæður breytinga á réttum forsendum. Þessar aðferðir grafa undan trausti stjórnenda. Skipulagsbreytingar eru eðlilegur hluti af framþróun vinnustaða því verkefnin breytast með árunum en þær hafa fengið á sig óorð þar sem í einhverjum tilfellum gætu þær hafa verið innleiddar á röngum forsendum. Hins vegar að semja um starfslok við starfsmann með gerð starfslokasamnings sem getur verið sanngjarnt úrræði fyrir báða aðila en stundum ósanngjarnt til afspurnar þar sem tilfinning fólks virðist vera að þeir sem haga sér verst fái bestu samningana. Heilbrigðara ráðningarsamband Nauðsynlegt er að gera breytingar á löggjöfinni til að ríkið geti þróast áfram í átt að fyrirmyndarvinnustað og bætt samkeppnishæfni sína. Þær þarf að gera með árangursstjórnun að leiðarljósi og mynda þannig heilbrigðara samband starfsfólks og vinnustaðar. Tryggja þarf áfram að starfsfólk og stjórnendur fái nauðsynlegan stuðning og sanngjarnar aðvaranir en séu afgerandi rök fyrir uppsögn sé hægt að ganga hreint til verks, svo sem ef um alvarlegt brot á siðareglum er að ræða eða ofbeldi í einhverju formi. Varðandi frammistöðuvanda er eðlilegt að formlegur og skýr ferill eigi sér stað enda reglubundið samtal milli starfsmanna og stjórnenda um árangur í starfi mikilvægt. Samhliða breytingum á lögum þarf að tryggja að stjórnendur taki ákvarðanir um uppsagnir af fagmennsku og að innbyggt sé í löggjöf að starfsfólk geti skotið slíkum ákvörðunum til nánari skoðunar telji það að ómálefnaleg rök séu fyrir uppsögn eða að stjórnandi hafi ekki unnið af heilindum að ferli uppsagnar. Hið opinbera stefnir að því að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem býður upp á tækifæri fyrir starfsfólk til að eflast og þróast. Markmiðið er að starfsfólk búi yfir hæfni og þekkingu til að hafa frumkvæði að breytingum ásamt getu og vilja til að laga sig að sífellt flóknara starfsumhverfi. Þessum og öðrum mannauðsmarkmiðum verður ekki náð að mati undirritaðra án endurskoðunar á starfsmannalögunum og leikreglunum. Höfundar eru stjórnendur hjá ríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd. Því er ekki hægt að segja starfsmanni upp við fyrsta brot nema um skýrt lögbrot hafi verið að ræða. Þannig gæti starfsmaður orðið uppvís af kynferðislegri áreitni, mætt til vinnu undir áhrifum hugbreytandi efna, dregið að sér fé og haft viðhorfsvanda gagnvart samstarfsfólki allt innan árs en það kynni ekki að duga til uppsagnar á ríkisreknum vinnustað. Eins getur starfmaður brotið af sér ítrekað með sambærilegum hætti en vegna tímalengdar milli brota nægir það heldur ekki til uppsagnar. Árangursrík stjórnun Í stjórnendastefnu ríkisins eru gerðar ítarlegar kröfur til stjórnenda um leiðtogahæfni, samskiptahæfni og árangursmiðaða stjórnun. Eitt af meginverkefnum stjórnenda er endurgjöf til starfsfólks og í því felst jafnframt að þeir taki á slakri frammistöðu. Starfsumhverfið breytist ört um þessar mundir. Má þar nefna ný og frjálslegri ráðningarform, aukna fjarvinnu, fjórðu iðnbyltinguna og tækniframfarir en auk þess er ný kynslóð með gjörbreytta sýn að stíga fyrstu skrefin inn á vinnumarkaðinn. Þessir þættir og margir fleiri gera ríkar kröfur á stjórnendur sem þurfa að hafa nauðsynleg verkfæri til að geta skilað starfi sínu vel. Standi stjórnandi ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans þarf að vera til staðar skilvirkt ferli til að bregðast við. Tvímælalaust þarf að gera betur í að styðja við og veita stjórnendum markvissa endurgjöf í starfi hjá hinu opinbera. Eins þarf að finna aðrar og nútímalegri leiðir til að bregðast við óhæfum stjórnendum. Sú lagaumgjörð sem unnið er eftir í dag er þunglamaleg og úrelt sem gerir það að verkum að erfitt er að bregðast við frammistöðu- og siðferðisvanda á vinnustað. Núgildandi reglur eru í meginatriðum frá árinu 1954! Óviðunandi ástand Stjórnendur hjá hinu opinbera geta illa staðið undir væntingum sem gerðar eru til þeirra í starfi svo sem í stjórnendastefnu hins opinbera og fjármálastefnu miðað við leikreglurnar sem í gildi eru. Réttur ríkisstarfsmanna er mjög ríkur sem er að hluta til ástæða þess að þrátt fyrir viðleitni stjórnenda í aðstæðum sem reyna mikið á er hætt við að andrúmsloftið á vinnustaðnum geti orðið óbærilegt. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um að vinnustaðir hins opinbera taki ekki nægilega vel á erfiðum málum sem upp koma. Í tilfellum þar sem starfsmaður brýtur gegn öðrum starfsmanni er sú staða því miður algeng að þolandinn sé í þeirri óásættanlegu stöðu að þurfa áfram að starfa með geranda eða hrekjast í burtu. Þrátt fyrir að stjórnandi myndi vilja víkja starfsmanni sem brotlegur er strax frá störfum þá heimila lögin það ekki. Dæmin sýna að þó að áminning sé veitt er líklegri niðurstaða í erfiðustu málunum að þolandinn eða þolendurnir hrekist af vinnustaðnum. Er starfsumhverfi heilbrigt, farsælt eða nútímalegt fyrir starfsmann, stjórnanda eða vinnustað þegar reglurnar sem gilda kveða á um að starfsmaður sé nánast ósnertanlegur þegar hann hefur verið fastráðinn? Er ekki öllum hollt að upplifa væntingar um árangur og góða frammistöðu í starfi og búa við umhverfi þar sem reglubundin símenntun og stuðningur til þróunar í starfi sé hluti af vinnustaðarmenningunni? Eitrað andrúmsloft myndast á vinnustaðnum ef starfsmaður er farinn að vinna leynt og ljóst gegn vinnustaðnum án þess að stjórnandi geti aðhafst eða hafi hreinlega úthald þegar að uppsagnarferli hjá hinu opinbera kemur. Þau lagalegu úrræði sem stjórnendur hjá hinu opinbera hafa til að bregðast við brotum eða öðrum vanda í starfi eru í raun afar lítið notuð sökum þess hve ógagnleg og erfið þau eru í framkvæmd. Þrautalending Hjá ríkinu virðast einkum tvær aðgerðir vera notaðar til að uppræta óviðunandi ástand sem stjórnandi nær ekki að leysa. Annars vegar skipulagsbreytingar sem gera vinnustaðnum kleift að réttlæta uppsögn. Hlutirnir eru þá leystir án þess að rétt skilaboð séu gefin til starfsfólks á vinnustaðnum og lítill lærdómur hlýst af þar sem ekki er rætt um ástæður breytinga á réttum forsendum. Þessar aðferðir grafa undan trausti stjórnenda. Skipulagsbreytingar eru eðlilegur hluti af framþróun vinnustaða því verkefnin breytast með árunum en þær hafa fengið á sig óorð þar sem í einhverjum tilfellum gætu þær hafa verið innleiddar á röngum forsendum. Hins vegar að semja um starfslok við starfsmann með gerð starfslokasamnings sem getur verið sanngjarnt úrræði fyrir báða aðila en stundum ósanngjarnt til afspurnar þar sem tilfinning fólks virðist vera að þeir sem haga sér verst fái bestu samningana. Heilbrigðara ráðningarsamband Nauðsynlegt er að gera breytingar á löggjöfinni til að ríkið geti þróast áfram í átt að fyrirmyndarvinnustað og bætt samkeppnishæfni sína. Þær þarf að gera með árangursstjórnun að leiðarljósi og mynda þannig heilbrigðara samband starfsfólks og vinnustaðar. Tryggja þarf áfram að starfsfólk og stjórnendur fái nauðsynlegan stuðning og sanngjarnar aðvaranir en séu afgerandi rök fyrir uppsögn sé hægt að ganga hreint til verks, svo sem ef um alvarlegt brot á siðareglum er að ræða eða ofbeldi í einhverju formi. Varðandi frammistöðuvanda er eðlilegt að formlegur og skýr ferill eigi sér stað enda reglubundið samtal milli starfsmanna og stjórnenda um árangur í starfi mikilvægt. Samhliða breytingum á lögum þarf að tryggja að stjórnendur taki ákvarðanir um uppsagnir af fagmennsku og að innbyggt sé í löggjöf að starfsfólk geti skotið slíkum ákvörðunum til nánari skoðunar telji það að ómálefnaleg rök séu fyrir uppsögn eða að stjórnandi hafi ekki unnið af heilindum að ferli uppsagnar. Hið opinbera stefnir að því að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem býður upp á tækifæri fyrir starfsfólk til að eflast og þróast. Markmiðið er að starfsfólk búi yfir hæfni og þekkingu til að hafa frumkvæði að breytingum ásamt getu og vilja til að laga sig að sífellt flóknara starfsumhverfi. Þessum og öðrum mannauðsmarkmiðum verður ekki náð að mati undirritaðra án endurskoðunar á starfsmannalögunum og leikreglunum. Höfundar eru stjórnendur hjá ríkinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun