Að nota Úkraínu sem stökkpall Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 14. mars 2022 09:31 Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun