Að nota Úkraínu sem stökkpall Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 14. mars 2022 09:31 Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun