Körfubolti

Fullkomnun fáránleikans: Mátti horfa á leikinn í höllinni en mátti ekki spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá þeim Kevin Durant og Kyrie Irving í leikslok eftir sigur Brooklyn Nets.
Það var gaman hjá þeim Kevin Durant og Kyrie Irving í leikslok eftir sigur Brooklyn Nets. Getty/Sarah Stier

Kyrie Irving hefur ekki mátt spila heimaleiki Brooklyn Nets á þessu NBA-tímabili vegna bólusetningarskyldu leikmanna. Það er hins vegar margt fáránlegt við útfærslu þessarar reglu eins og sannaðist enn á ný í gær.

Brooklyn Nets tók á móti New York Knicks í gær og að venju var enginn Kyrie í liðinu af því að Nets var að spila í Barclays Center í Brooklyn.

Fáránleikinn við þessa reglu er að óbólusettir leikmenn í liði móthetja Brooklyn Nets máttu spila í höllinni og það sem meira er að hinn óbólusetti Kyrie Irving mátti vera í stúkunni sem áhorfandi.

Kyrie nýtti sér það, mætti í höllina og horfði á leikinn.

LeBron James var einn af þeim sem hneyksluðust á þessu í kringum leikinn í gær eins og sjá má hér fyrir ofan. „Það er núll prósent vit í þessu,“ skrifaði LeBron meðal annars.

Brooklyn-liðið marði sigur í blálokin ekki síst fyrir frammistöðu Kevin Durant sem skoraði 53 stig í þessum leik.

Þrátt fyrir að Kyrie mætti ekki spila þá bannaði honum enginn að mæta niður á gólf eftir leik og fagna sigrinum með liðsfélaga sínum Durant.

Hér fyrir neðan má sjá þá félaga káta saman strax eftir leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×