Viðskipti erlent

Inn­rásin muni hafa ham­fara­kennd á­hrif á fram­boð og verð mat­væla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Innrás Rússa í Úkraínu hefur sett mörg strik í marga reikninga.
Innrás Rússa í Úkraínu hefur sett mörg strik í marga reikninga. Jan Woitas/picture alliance via Getty Images)

Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins.

BBC greinir frá í frétt þar sem rætt er við Svein Tore Holsether, forstjóra Yara International, sem kaupir töluvert magn af hrávörum frá Rússlandi. Hann segir að staðan hafi verið erfið áður en stríðið hófst.

„Nú bætast við enn meiri truflanir á framboðskeðjunni. Við nálgumst nú mikilvægasta matvælaframleiðslutímabilið á norðurhveli jarðar, þar sem mikil eftirspurn er eftir áburði. Þetta [Átökin í Úkraínu] mun mjög líklega hafa áhrif á það, sagði Holsether.

 Fyrirtæki hans hefur einnig nýtt sér gas frá Rússlandi við áburðarframleiðsluna.

Rússland og Úkraínu eru á meðal stærstu útflytjenda heims á landbúnaðarvörum og matvælum. Þá framleiða Rússar mikið magn af grunnhráefnum sem þarf við framleiðslu áburðar. Umfangsmiklar efnahagsþvinganir á Rússa vegna innrásarinnar koma í veg fyrir að fyrirtæki versli við rússneska aðila. Þá er framleiðslukerfið í Úkraínu í uppnámi vegna innrásarinnar.

„Helmingur íbúa jarðar fær mat þökk sé áburði. Ef það er fjarlægt mun uppskeran í sumum tilvikum minnka um helming,“ sagði Holsether og bætti við að staðan nú væri ekki spurning um hvort að alþjóðleg krísa í matvælaframleiðslu væri á döfinni, heldur hversu umfangsmikil hún myndi verða,“ sagði Holsether.


Tengdar fréttir

Brott­rekstur Rússa úr heims­hag­kerfinu hafi gríðar­leg á­hrif

Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að stríðið í Úkraínu mun hafa mjög mikil áhrif á hagkerfið hér á landi og víða um heim. Skammtímaáhrif séu strax komin í ljós. Hins vegar sé Rússland fremur fátækt land sem hafi ekki efni á langvarandi hernaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×