Eintómt bla, bla, bla um loftslagsmál! Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. mars 2022 15:32 Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út. Svo illa raunar, að það stendur opinberri umræðu um loftslagsmál fyrir þrifum hversu óljós markmið ríkisstjórnarinnar eru. Í desember spurði ég umhverfisráðherra í þingsal hvernig hann ætlaði að útfæra nýja 55% markmið ríkisstjórnarinar. Þá sagðist hann vera of nýr í embætti til að úttala sig um það, enda þyrfti líka samráð og allskonar. Í febrúar spurði ég umhverfisráðherra síðan aftur út í þetta í sérstakri umræðu um loftslagsmál, en fékk aftur óskýr svör. Í framhaldinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn. Svarið barst í dag - og er eiginlega sjokkerandi fyrir værukærðina sem það lýsir. Spurningin er í grunninn einföld: Hvenær ætlar ríkisstjórnin að senda nýjar prósentutölur til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna? Ríkisstjórnin segist setja loftslagsmál í forgang, en sá forgangur sýnir sig svo sannarlega ekki þegar kemur að uppfærslu á meginmarkmiðunum gagnvart loftslagssamningnum. Svarið sýnir að varðandi þetta grundvallaratriði ætlar stjórnin að dunda sér í ótilgreindan tíma við að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og „í framhaldinu verður tekin ákvörðun varðandi tilkynningu gagnvart loftslagssamningnum“. Hver sem vonuðust til að í stjórnarsáttmálanum væru ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, sem yrði fylgt hratt og örugglega eftir, þau munu seint fá þá ósk uppfyllta. Enda kannski ekki furða, þegar tveir af þremur stjórnarflokkum voru með allt niðrum sig í Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg. Greta Thunberg hvatti stjórnmálaleiðtoga heimsins til að hætta þessu stöðuga „bla, bla, bla“ í loftslagsmálum. Svar umhverfisráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum er hið gagnstæða – hann gerir atlögu að Íslandsmeti í bla-bla-bla-i. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út. Svo illa raunar, að það stendur opinberri umræðu um loftslagsmál fyrir þrifum hversu óljós markmið ríkisstjórnarinnar eru. Í desember spurði ég umhverfisráðherra í þingsal hvernig hann ætlaði að útfæra nýja 55% markmið ríkisstjórnarinar. Þá sagðist hann vera of nýr í embætti til að úttala sig um það, enda þyrfti líka samráð og allskonar. Í febrúar spurði ég umhverfisráðherra síðan aftur út í þetta í sérstakri umræðu um loftslagsmál, en fékk aftur óskýr svör. Í framhaldinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn. Svarið barst í dag - og er eiginlega sjokkerandi fyrir værukærðina sem það lýsir. Spurningin er í grunninn einföld: Hvenær ætlar ríkisstjórnin að senda nýjar prósentutölur til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna? Ríkisstjórnin segist setja loftslagsmál í forgang, en sá forgangur sýnir sig svo sannarlega ekki þegar kemur að uppfærslu á meginmarkmiðunum gagnvart loftslagssamningnum. Svarið sýnir að varðandi þetta grundvallaratriði ætlar stjórnin að dunda sér í ótilgreindan tíma við að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og „í framhaldinu verður tekin ákvörðun varðandi tilkynningu gagnvart loftslagssamningnum“. Hver sem vonuðust til að í stjórnarsáttmálanum væru ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, sem yrði fylgt hratt og örugglega eftir, þau munu seint fá þá ósk uppfyllta. Enda kannski ekki furða, þegar tveir af þremur stjórnarflokkum voru með allt niðrum sig í Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg. Greta Thunberg hvatti stjórnmálaleiðtoga heimsins til að hætta þessu stöðuga „bla, bla, bla“ í loftslagsmálum. Svar umhverfisráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum er hið gagnstæða – hann gerir atlögu að Íslandsmeti í bla-bla-bla-i. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar