Eintómt bla, bla, bla um loftslagsmál! Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. mars 2022 15:32 Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út. Svo illa raunar, að það stendur opinberri umræðu um loftslagsmál fyrir þrifum hversu óljós markmið ríkisstjórnarinnar eru. Í desember spurði ég umhverfisráðherra í þingsal hvernig hann ætlaði að útfæra nýja 55% markmið ríkisstjórnarinar. Þá sagðist hann vera of nýr í embætti til að úttala sig um það, enda þyrfti líka samráð og allskonar. Í febrúar spurði ég umhverfisráðherra síðan aftur út í þetta í sérstakri umræðu um loftslagsmál, en fékk aftur óskýr svör. Í framhaldinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn. Svarið barst í dag - og er eiginlega sjokkerandi fyrir værukærðina sem það lýsir. Spurningin er í grunninn einföld: Hvenær ætlar ríkisstjórnin að senda nýjar prósentutölur til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna? Ríkisstjórnin segist setja loftslagsmál í forgang, en sá forgangur sýnir sig svo sannarlega ekki þegar kemur að uppfærslu á meginmarkmiðunum gagnvart loftslagssamningnum. Svarið sýnir að varðandi þetta grundvallaratriði ætlar stjórnin að dunda sér í ótilgreindan tíma við að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og „í framhaldinu verður tekin ákvörðun varðandi tilkynningu gagnvart loftslagssamningnum“. Hver sem vonuðust til að í stjórnarsáttmálanum væru ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, sem yrði fylgt hratt og örugglega eftir, þau munu seint fá þá ósk uppfyllta. Enda kannski ekki furða, þegar tveir af þremur stjórnarflokkum voru með allt niðrum sig í Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg. Greta Thunberg hvatti stjórnmálaleiðtoga heimsins til að hætta þessu stöðuga „bla, bla, bla“ í loftslagsmálum. Svar umhverfisráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum er hið gagnstæða – hann gerir atlögu að Íslandsmeti í bla-bla-bla-i. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindhanagal Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út. Svo illa raunar, að það stendur opinberri umræðu um loftslagsmál fyrir þrifum hversu óljós markmið ríkisstjórnarinnar eru. Í desember spurði ég umhverfisráðherra í þingsal hvernig hann ætlaði að útfæra nýja 55% markmið ríkisstjórnarinar. Þá sagðist hann vera of nýr í embætti til að úttala sig um það, enda þyrfti líka samráð og allskonar. Í febrúar spurði ég umhverfisráðherra síðan aftur út í þetta í sérstakri umræðu um loftslagsmál, en fékk aftur óskýr svör. Í framhaldinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn. Svarið barst í dag - og er eiginlega sjokkerandi fyrir værukærðina sem það lýsir. Spurningin er í grunninn einföld: Hvenær ætlar ríkisstjórnin að senda nýjar prósentutölur til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna? Ríkisstjórnin segist setja loftslagsmál í forgang, en sá forgangur sýnir sig svo sannarlega ekki þegar kemur að uppfærslu á meginmarkmiðunum gagnvart loftslagssamningnum. Svarið sýnir að varðandi þetta grundvallaratriði ætlar stjórnin að dunda sér í ótilgreindan tíma við að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og „í framhaldinu verður tekin ákvörðun varðandi tilkynningu gagnvart loftslagssamningnum“. Hver sem vonuðust til að í stjórnarsáttmálanum væru ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, sem yrði fylgt hratt og örugglega eftir, þau munu seint fá þá ósk uppfyllta. Enda kannski ekki furða, þegar tveir af þremur stjórnarflokkum voru með allt niðrum sig í Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg. Greta Thunberg hvatti stjórnmálaleiðtoga heimsins til að hætta þessu stöðuga „bla, bla, bla“ í loftslagsmálum. Svar umhverfisráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum er hið gagnstæða – hann gerir atlögu að Íslandsmeti í bla-bla-bla-i. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar