Aum afsökunarbeiðni frá Kennarasambandi Íslands Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:30 Á vefsíðu Kennarasambands Íslands mátti sjá æsifréttamennsku af verstu sort í síðustu viku þar sem greint var frá því að kennara hefðu verið dæmdar milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í kjölfar þess að hafa löðrungað nemanda. Í fréttinni var greint frá viðkvæmum persónulegum upplýsingum 14 ára gamallrar stúlku og að auki greint frá staðháttum þó dómstólasýslan sjálf hefði ekki talið við hæfi að greina frá þeim. Eftir gagnrýnisraddir samfélagsins gerir Kennarasamband Íslands auma tilraun til þess að afsaka þetta framferði sitt. Sambandið biðst afsökunar á að hafa dregið athyglina að barninu með þessum hætti. Þá fjallar sambandið um það bjargarleysi sem ríkir í skólasamfélaginu og að það geti valdið mistökum í erfiðum málum. Mikilvægt sé að taka ábyrgð og fá tækifæri til þess að gera betur en að sveitarfélagið hafi gert kennaranum ókleift að standa undir þeirri ábyrgð, þar sem honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Með öðrum orðum þá þykir kennarasambandinu sem og umræddum héraðsdómara við hæfi að kennari sem ekki hefur þolinmæði til þess að takast á við nemanda í vanlíðan, kennari sem ekki hefur það sem þarf til þess að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og kennari sem á það til að grípa til ofbeldis, eigi skilið að fá að vinna áfram í umhverfi með einum viðkvæmasta hóp landsins, í ákaflega krefjandi starfsumhverfi skóla án aðgreiningar. Á meðan Kennarasamband Íslands barðist með þessum kennara gegn sveitarfélaginu og fagnar niðurstöðu dómsins er bent á það í yfirlýsingu UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hvernig dómurinn er áfellisdómur á íslenskt réttarkerfi og baráttuna fyrir réttindum barna. Ofbeldi kennarans var afsakað með einhverjum óskiljanlegum hætti, ekki var litið til Barnasáttmálans né réttinda barnsins yfir höfuð. Ekki var heldur minnst á valdaójafnvægið á milli barnsins og kennarans. Fyrir ekki svo löngu var sú krafa í þjóðfélaginu að stjórn KSÍ segði af sér fyrir að taka ekki skýlausa afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig getur stjórn Kennarasambands Íslands setið óáreitt með þessa afstöðu til ofbeldis? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Sjá meira
Á vefsíðu Kennarasambands Íslands mátti sjá æsifréttamennsku af verstu sort í síðustu viku þar sem greint var frá því að kennara hefðu verið dæmdar milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í kjölfar þess að hafa löðrungað nemanda. Í fréttinni var greint frá viðkvæmum persónulegum upplýsingum 14 ára gamallrar stúlku og að auki greint frá staðháttum þó dómstólasýslan sjálf hefði ekki talið við hæfi að greina frá þeim. Eftir gagnrýnisraddir samfélagsins gerir Kennarasamband Íslands auma tilraun til þess að afsaka þetta framferði sitt. Sambandið biðst afsökunar á að hafa dregið athyglina að barninu með þessum hætti. Þá fjallar sambandið um það bjargarleysi sem ríkir í skólasamfélaginu og að það geti valdið mistökum í erfiðum málum. Mikilvægt sé að taka ábyrgð og fá tækifæri til þess að gera betur en að sveitarfélagið hafi gert kennaranum ókleift að standa undir þeirri ábyrgð, þar sem honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Með öðrum orðum þá þykir kennarasambandinu sem og umræddum héraðsdómara við hæfi að kennari sem ekki hefur þolinmæði til þess að takast á við nemanda í vanlíðan, kennari sem ekki hefur það sem þarf til þess að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og kennari sem á það til að grípa til ofbeldis, eigi skilið að fá að vinna áfram í umhverfi með einum viðkvæmasta hóp landsins, í ákaflega krefjandi starfsumhverfi skóla án aðgreiningar. Á meðan Kennarasamband Íslands barðist með þessum kennara gegn sveitarfélaginu og fagnar niðurstöðu dómsins er bent á það í yfirlýsingu UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hvernig dómurinn er áfellisdómur á íslenskt réttarkerfi og baráttuna fyrir réttindum barna. Ofbeldi kennarans var afsakað með einhverjum óskiljanlegum hætti, ekki var litið til Barnasáttmálans né réttinda barnsins yfir höfuð. Ekki var heldur minnst á valdaójafnvægið á milli barnsins og kennarans. Fyrir ekki svo löngu var sú krafa í þjóðfélaginu að stjórn KSÍ segði af sér fyrir að taka ekki skýlausa afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig getur stjórn Kennarasambands Íslands setið óáreitt með þessa afstöðu til ofbeldis? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun