Aum afsökunarbeiðni frá Kennarasambandi Íslands Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:30 Á vefsíðu Kennarasambands Íslands mátti sjá æsifréttamennsku af verstu sort í síðustu viku þar sem greint var frá því að kennara hefðu verið dæmdar milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í kjölfar þess að hafa löðrungað nemanda. Í fréttinni var greint frá viðkvæmum persónulegum upplýsingum 14 ára gamallrar stúlku og að auki greint frá staðháttum þó dómstólasýslan sjálf hefði ekki talið við hæfi að greina frá þeim. Eftir gagnrýnisraddir samfélagsins gerir Kennarasamband Íslands auma tilraun til þess að afsaka þetta framferði sitt. Sambandið biðst afsökunar á að hafa dregið athyglina að barninu með þessum hætti. Þá fjallar sambandið um það bjargarleysi sem ríkir í skólasamfélaginu og að það geti valdið mistökum í erfiðum málum. Mikilvægt sé að taka ábyrgð og fá tækifæri til þess að gera betur en að sveitarfélagið hafi gert kennaranum ókleift að standa undir þeirri ábyrgð, þar sem honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Með öðrum orðum þá þykir kennarasambandinu sem og umræddum héraðsdómara við hæfi að kennari sem ekki hefur þolinmæði til þess að takast á við nemanda í vanlíðan, kennari sem ekki hefur það sem þarf til þess að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og kennari sem á það til að grípa til ofbeldis, eigi skilið að fá að vinna áfram í umhverfi með einum viðkvæmasta hóp landsins, í ákaflega krefjandi starfsumhverfi skóla án aðgreiningar. Á meðan Kennarasamband Íslands barðist með þessum kennara gegn sveitarfélaginu og fagnar niðurstöðu dómsins er bent á það í yfirlýsingu UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hvernig dómurinn er áfellisdómur á íslenskt réttarkerfi og baráttuna fyrir réttindum barna. Ofbeldi kennarans var afsakað með einhverjum óskiljanlegum hætti, ekki var litið til Barnasáttmálans né réttinda barnsins yfir höfuð. Ekki var heldur minnst á valdaójafnvægið á milli barnsins og kennarans. Fyrir ekki svo löngu var sú krafa í þjóðfélaginu að stjórn KSÍ segði af sér fyrir að taka ekki skýlausa afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig getur stjórn Kennarasambands Íslands setið óáreitt með þessa afstöðu til ofbeldis? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á vefsíðu Kennarasambands Íslands mátti sjá æsifréttamennsku af verstu sort í síðustu viku þar sem greint var frá því að kennara hefðu verið dæmdar milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í kjölfar þess að hafa löðrungað nemanda. Í fréttinni var greint frá viðkvæmum persónulegum upplýsingum 14 ára gamallrar stúlku og að auki greint frá staðháttum þó dómstólasýslan sjálf hefði ekki talið við hæfi að greina frá þeim. Eftir gagnrýnisraddir samfélagsins gerir Kennarasamband Íslands auma tilraun til þess að afsaka þetta framferði sitt. Sambandið biðst afsökunar á að hafa dregið athyglina að barninu með þessum hætti. Þá fjallar sambandið um það bjargarleysi sem ríkir í skólasamfélaginu og að það geti valdið mistökum í erfiðum málum. Mikilvægt sé að taka ábyrgð og fá tækifæri til þess að gera betur en að sveitarfélagið hafi gert kennaranum ókleift að standa undir þeirri ábyrgð, þar sem honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Með öðrum orðum þá þykir kennarasambandinu sem og umræddum héraðsdómara við hæfi að kennari sem ekki hefur þolinmæði til þess að takast á við nemanda í vanlíðan, kennari sem ekki hefur það sem þarf til þess að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og kennari sem á það til að grípa til ofbeldis, eigi skilið að fá að vinna áfram í umhverfi með einum viðkvæmasta hóp landsins, í ákaflega krefjandi starfsumhverfi skóla án aðgreiningar. Á meðan Kennarasamband Íslands barðist með þessum kennara gegn sveitarfélaginu og fagnar niðurstöðu dómsins er bent á það í yfirlýsingu UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hvernig dómurinn er áfellisdómur á íslenskt réttarkerfi og baráttuna fyrir réttindum barna. Ofbeldi kennarans var afsakað með einhverjum óskiljanlegum hætti, ekki var litið til Barnasáttmálans né réttinda barnsins yfir höfuð. Ekki var heldur minnst á valdaójafnvægið á milli barnsins og kennarans. Fyrir ekki svo löngu var sú krafa í þjóðfélaginu að stjórn KSÍ segði af sér fyrir að taka ekki skýlausa afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig getur stjórn Kennarasambands Íslands setið óáreitt með þessa afstöðu til ofbeldis? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar