Haukur Helgi: „Skandall að þetta sé staðan“ Atli Arason skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Haukur Helgi Pálsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson mun að öllum líkindum snúa aftur í landsliðið í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ítalíu í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta 2023. Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira