Haukur Helgi: „Skandall að þetta sé staðan“ Atli Arason skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Haukur Helgi Pálsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson mun að öllum líkindum snúa aftur í landsliðið í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ítalíu í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta 2023. Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira