Ef við værum að búa til skóla Geir Finnsson skrifar 24. febrúar 2022 07:00 Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni. Það liði sjálfsagt ekki á löngu áður en mörgum yrði ljóst að börn hafi mismunandi styrkleika, getu og ólíkan bakgrunn. Börn nútímans eru þar að auki með aðrar þarfir og tæknimiðaðri þekkingu en börn af fyrri kynslóðum. Niðurstaðan yrði trúlegast að þessi nýi grunnskóli þyrfti frá upphafi að mæta öllum þessum mismunandi þörfum. Annars þætti hann peninga- og tímasóun sem kæmi fáum börnum að gagni. Löngu ljóst hvað hentar best Í kennaranámi mínu þurfti ég ekki að lesa margar blaðsíður í kennslufræðibókum til að átta mig á að börn læra og þroskast best í hlýju, öruggu og nærandi umhverfi. Sérfræðingar um allan heim virðast í rauninni löngu búnir að átta sig á því hvers konar kennsluumhverfi hentar nemendum best. Þess vegna skýtur það skökku við að skólakerfið okkar sé einfaldlega ekki þar, heldur enn byggt á föstum, gömlum grunni frá tímum þar sem þekking á þörfum barna var allt önnur en hún er nú. Í stað þess að leggja aðaláherslu á fjölbreyttar þarfir barna, miðast kerfið við að þau sitji kyrr, þegi og hlýði meðan sérfræðingurinn fóðrar þau á upplýsingum. Slíkt kerfi útskrifar ekki einstaklinga sem hugsa sjálfstætt og sýna frumkvæði. Núverandi kerfi hentar fáum Þetta er engu að síður veruleiki grunnskólabarna og kennara í dag. Stórum hópum barna er komið fyrir í kennslustofum og eru mörg þeirra með sérþarfir sem krefjast sérstakrar athygli. Á sama tíma er ætlast til að kennarinn njóti óskiptrar athygli þeirra allra. Kennarinn, sá sem á að sinna þessum margslungna hópi, efla þroska hans og þekkingu, þarf að gera það einn, lítt studdur og án annarra sérfræðinga sér við hlið. Þetta kerfi er hvorki kennara né nemendum í hag. Ég vil betra skólakerfi en það sem ég upplifði sjálfur Sjálfur hef ég misgóðar sögur að segja af eigin grunnskólagöngu. Þegar í ljós kom að ég átti erfitt með visst nám og upplifði töluverða vanlíðan á köflum voru úrræðin ekki til að bæta stöðuna, jafnvel þótt ég hafi verið umkringdur góðu starfsfólki sem reyndi að gera sitt besta. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég verið gagntekinn af þeirri hugsjón að gera skólann betri og í stakk búinn til að sinna sínu hlutverki af alúð. Bæði í kennaranámi mínu og nú í starfi mínu sem kennari hef ég gert rannsókn á innleiðingu nýrra og nútímalegri kennsluhátta. Ég hef líka starfað út frá þeim, samhliða því að þróa þá í takt við tækninýjungar hverju sinni. Lausnirnar eru til Þó að grunnskólar borgarinnar hafi tekið breytingum og notið aukins fjármagns á síðastliðnum árum, er ljóst að meira þarf að koma til svo að það skili sér niður á gólfið þar sem hin daglega starfsemi fer fram. Við eigum að krefjast þess að leitað verði allra leiða til að breyta kerfinu þannig að það verði skipulagt út frá þörfum nemenda og kennara. Lausnirnar eru til, hægt er að innleiða nýjar og árangursríkari kennslunálganir sem gera þörfum allra nemenda hærra undir höfði en áður. Að mínu mati er besta leiðin fram á við fólgin í auknu vali og frelsi nemenda og kennara til að mæta betur kröfum þeirra, áhugasviði og hæfni. Í því skyni tel ég brýnt að eiga í virku samtali við einkarekna skóla en margir þeirra hafa tekið stór skref í áttina að nýjum kennsluháttum sem taka mið af þörfum allra barna. Við eigum að nýta okkur lausnir og þau tækifæri sem eru í boði því annað er ávísun á stöðnun. Jafnframt eigum við að vera óhrædd við að gera breytingar á skipulagi skólastarfsins alls og endurhugsa það frá grunni svo við getum treyst því að börnin fái besta mögulega umhverfið til að blómstra og tækifæri til að rækta það góða sem í þeim býr. Annað er óásættanlegt og ekki í takt við tímann. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Geir Finnsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni. Það liði sjálfsagt ekki á löngu áður en mörgum yrði ljóst að börn hafi mismunandi styrkleika, getu og ólíkan bakgrunn. Börn nútímans eru þar að auki með aðrar þarfir og tæknimiðaðri þekkingu en börn af fyrri kynslóðum. Niðurstaðan yrði trúlegast að þessi nýi grunnskóli þyrfti frá upphafi að mæta öllum þessum mismunandi þörfum. Annars þætti hann peninga- og tímasóun sem kæmi fáum börnum að gagni. Löngu ljóst hvað hentar best Í kennaranámi mínu þurfti ég ekki að lesa margar blaðsíður í kennslufræðibókum til að átta mig á að börn læra og þroskast best í hlýju, öruggu og nærandi umhverfi. Sérfræðingar um allan heim virðast í rauninni löngu búnir að átta sig á því hvers konar kennsluumhverfi hentar nemendum best. Þess vegna skýtur það skökku við að skólakerfið okkar sé einfaldlega ekki þar, heldur enn byggt á föstum, gömlum grunni frá tímum þar sem þekking á þörfum barna var allt önnur en hún er nú. Í stað þess að leggja aðaláherslu á fjölbreyttar þarfir barna, miðast kerfið við að þau sitji kyrr, þegi og hlýði meðan sérfræðingurinn fóðrar þau á upplýsingum. Slíkt kerfi útskrifar ekki einstaklinga sem hugsa sjálfstætt og sýna frumkvæði. Núverandi kerfi hentar fáum Þetta er engu að síður veruleiki grunnskólabarna og kennara í dag. Stórum hópum barna er komið fyrir í kennslustofum og eru mörg þeirra með sérþarfir sem krefjast sérstakrar athygli. Á sama tíma er ætlast til að kennarinn njóti óskiptrar athygli þeirra allra. Kennarinn, sá sem á að sinna þessum margslungna hópi, efla þroska hans og þekkingu, þarf að gera það einn, lítt studdur og án annarra sérfræðinga sér við hlið. Þetta kerfi er hvorki kennara né nemendum í hag. Ég vil betra skólakerfi en það sem ég upplifði sjálfur Sjálfur hef ég misgóðar sögur að segja af eigin grunnskólagöngu. Þegar í ljós kom að ég átti erfitt með visst nám og upplifði töluverða vanlíðan á köflum voru úrræðin ekki til að bæta stöðuna, jafnvel þótt ég hafi verið umkringdur góðu starfsfólki sem reyndi að gera sitt besta. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég verið gagntekinn af þeirri hugsjón að gera skólann betri og í stakk búinn til að sinna sínu hlutverki af alúð. Bæði í kennaranámi mínu og nú í starfi mínu sem kennari hef ég gert rannsókn á innleiðingu nýrra og nútímalegri kennsluhátta. Ég hef líka starfað út frá þeim, samhliða því að þróa þá í takt við tækninýjungar hverju sinni. Lausnirnar eru til Þó að grunnskólar borgarinnar hafi tekið breytingum og notið aukins fjármagns á síðastliðnum árum, er ljóst að meira þarf að koma til svo að það skili sér niður á gólfið þar sem hin daglega starfsemi fer fram. Við eigum að krefjast þess að leitað verði allra leiða til að breyta kerfinu þannig að það verði skipulagt út frá þörfum nemenda og kennara. Lausnirnar eru til, hægt er að innleiða nýjar og árangursríkari kennslunálganir sem gera þörfum allra nemenda hærra undir höfði en áður. Að mínu mati er besta leiðin fram á við fólgin í auknu vali og frelsi nemenda og kennara til að mæta betur kröfum þeirra, áhugasviði og hæfni. Í því skyni tel ég brýnt að eiga í virku samtali við einkarekna skóla en margir þeirra hafa tekið stór skref í áttina að nýjum kennsluháttum sem taka mið af þörfum allra barna. Við eigum að nýta okkur lausnir og þau tækifæri sem eru í boði því annað er ávísun á stöðnun. Jafnframt eigum við að vera óhrædd við að gera breytingar á skipulagi skólastarfsins alls og endurhugsa það frá grunni svo við getum treyst því að börnin fái besta mögulega umhverfið til að blómstra og tækifæri til að rækta það góða sem í þeim býr. Annað er óásættanlegt og ekki í takt við tímann. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar