Fimmtíu stiga sýning hjá Antetokounmpo Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 07:31 Giannis Antetokounmpo keyrir að körfu Indiana Pacers en Tyrese Haliburton reynir að verjast. AP/Aaron Gash Meistarar Milwaukee Bucks áttu ekki í vandræðum með að leggja Indiana Pacers að velli, 128-119, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, þökk sé Grikkjanum Giannis Antetokounmpo. Antetokounmpo átti sinn stigahæsta leik í vetur en hann skoraði 50 stig og var aðeins tveimur stigum frá metinu sínu. Þá tók hann 14 fráköst. Antetokounmpo missti af tapleik Milwaukee gegn Portland Trail Blazers á mánudaginn vegna eymsla í vinstri ökkla en var á miklu flugi í nótt og skoraði 12 stig strax í fyrsta leikhluta, þar á meðal tvær frábærar troðslur og þriggja stiga körfu. Þetta var fjórði 50 stiga leikur Antetokounmpo á ferlinum og sá fyrsti síðan að Milwaukee tryggði sér NBA-meistaratitilinn í fyrra. Giannis has scored 50 points 4 times in his career. Check out some of the best buckets from his 50 point performances...What's your favorite performance by @Giannis_An34 ?@Bucks x #FearTheDeer pic.twitter.com/gkCFLwsSL4— NBA (@NBA) February 16, 2022 Milwaukee er nú með 36 sigra og 23 töp í 3. sæti austurdeildar, á eftir Miami Heat og Chicago Bulls sem eru með 37 sigra og 21 tap. Miami tapaði 107-99 fyrir Dallas Mavericks í nótt. Liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra mættust einnig í nótt, þar sem Phoenix Suns unnu LA Clippers 103-96. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og sautjándi sigurinn í síðustu átján leikjum, enda er liðið með gott forskot á toppi vesturdeildarinnar og núna 47 sigra en tíu töp. Devin Booker var stigahæstur Phoenix með 26 stig og Chris Paul skoraði 17 stig og átti 14 stoðsendingar. Úrslit næturinnar: Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Antetokounmpo átti sinn stigahæsta leik í vetur en hann skoraði 50 stig og var aðeins tveimur stigum frá metinu sínu. Þá tók hann 14 fráköst. Antetokounmpo missti af tapleik Milwaukee gegn Portland Trail Blazers á mánudaginn vegna eymsla í vinstri ökkla en var á miklu flugi í nótt og skoraði 12 stig strax í fyrsta leikhluta, þar á meðal tvær frábærar troðslur og þriggja stiga körfu. Þetta var fjórði 50 stiga leikur Antetokounmpo á ferlinum og sá fyrsti síðan að Milwaukee tryggði sér NBA-meistaratitilinn í fyrra. Giannis has scored 50 points 4 times in his career. Check out some of the best buckets from his 50 point performances...What's your favorite performance by @Giannis_An34 ?@Bucks x #FearTheDeer pic.twitter.com/gkCFLwsSL4— NBA (@NBA) February 16, 2022 Milwaukee er nú með 36 sigra og 23 töp í 3. sæti austurdeildar, á eftir Miami Heat og Chicago Bulls sem eru með 37 sigra og 21 tap. Miami tapaði 107-99 fyrir Dallas Mavericks í nótt. Liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra mættust einnig í nótt, þar sem Phoenix Suns unnu LA Clippers 103-96. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og sautjándi sigurinn í síðustu átján leikjum, enda er liðið með gott forskot á toppi vesturdeildarinnar og núna 47 sigra en tíu töp. Devin Booker var stigahæstur Phoenix með 26 stig og Chris Paul skoraði 17 stig og átti 14 stoðsendingar. Úrslit næturinnar: Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira