Vinnumarkaður í þroti Sólveig Anna Jónsdóttir og Sæþór Benjamín Randalsson skrifa 12. febrúar 2022 08:00 Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar