Hætti við pílu og tölvuleik með vinunum sem trúðu ekki ástæðunni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 13:01 Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon áttu sinn þátt í að Íslendingar fögnuðu stórsigri gegn Svartfjallalandi sem minnstu munaði að dygði liðinu til að komast í undanúrslit á EM. Getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon lýstu því með bráðskemmtilegum hætti í Seinni bylgjunni í gærkvöld hvernig það var að vera allt í einu kallaðir út á sjálft Evrópumótið í handbolta í síðasta mánuði. Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið. EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið.
EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira