Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 10. febrúar 2022 09:30 Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. Sú staða er tilkomin vegna þess að efnahagsstjórn landsins hefur verið traust á undanförnum árum sem dregur að einhverju marki úr nauðsyn þess að grípa þurfi til sértækra aðgerða. Af því sögðu er rétt að taka fram að við í Framsókn munum áfram standa vörð um hagsmuni tekjulægstu hópana og þá sem finna munu hvað mest fyrir þessu tímabundna ástandi og vaxtahækkun Seðlabankans. Húsnæðisverð Hér á Íslandi er það húsnæðisverð sem knýr verðbólguna áfram. Staðan er einfaldlega tilkomin vegna íbúðaskorts, m.a. vegna þéttingarstefnu borgarinnar, sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á húsnæðisverði. Það er verið að byggja dýrt húsnæði á dýrum svæðum í stað þess að mynda ný og spennandi hverfi og auka framboð lóða. Afleiðingarnar eru augljósar og áberandi; hátt húsnæðisverð. Nú á markmið næstu mánaða að vera að tryggja viðunandi framboð lóða ásamt því að auka áherslu á byggingu hagkvæms húsnæðis. Í því sambandi liggur beinast við að ráðast tafarlaust í endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Að því sögðu, þá fagna ég nýju innviðaráðuneyti sem er mjög gott skref, tímabær þróun og mikilvægt innlegg í það verkefni að fá heildarsýn á skipulags- og húsnæðismálin almennt. Ég hef trú á því að þetta muni skila okkur því að allir ferlar verði betrumbættir og að öll skipulagsvinnan verði skilvirkari allt frá upphafi þar til hægt er að hefja framkvæmdir af krafti. Með þessu munum við ná ofangreindum markmiðum um að byggja meira og hraðar af góðu og hagkvæmu húsnæði. Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Varðandi umræðu um stuðning til tekjulægstu hópa samfélagsins vil ég minnast á umræður milli mín og fjármálaráðherra á Alþingi í vikunni. Þar spurðist ég fyrir um húsnæðisliðinn og hvort til stæði að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, jafnvel tímabundið á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Ráðherra fór vel yfir stöðuna og þá vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili varðandi húsnæðisliðinn en var verið sett á bið ef svo má segja. Þeirri vinnu er því ekki lokið. Að mínu mati væri afnám húsnæðisliðsins, jafnvel tímabundið, vænlegt til árangurs í núverandi stöðu og myndi styðja best við þau heimili sem nú standa frammi fyrir talsverðri hækkun á lánum. Í dag mælist verðbólgan 5,7%, en án húsnæðisliðar stæði hún í 3,7%. Til lengri tíma gæfi það líklega réttari mynd að horfa til greiddrar húsaleigu, sem hefur verið stöðugri og ekki elt þær hækkanir að fullu leyti sem verið hafa á fasteignamarkaði undanfarið. Við þetta má bæta, og ég tel það bæði rétt og sanngjarnt, að nýta arðgreiðslur bankanna til að létta undir með heimilum og fyrirtækjum landsins sem munu finna fyrir hærra vaxtabyrði eftir vaxtahækkun Seðlabankans. Þetta hefur viðskiptaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, nú þegar haft orð á. Varasamar vaxtahækkanir Að lokum er mikilvægt að horfa til stýrivaxta. Þeir eru hagstjórnartæki Seðlabankans þegar hann telur nauðsyn vera á að grípa inn í sveiflur. Verðbólgan í dag er kostnaðarverðbólga. Því tel ég að SÍ eigi ekki að auka taumhald peningastefnunnar of hratt og mikilvægara sé að fara hægt í vaxtahækkanir og sjá hvort sú kostnaðarverðbólga sem við sjáum í dag sé ekki tímabundin og muni jafna sig um leið og við komumst í það horf sem við þekktum fyrir faraldurinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Íslenska krónan Verðlag Húsnæðismál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. Sú staða er tilkomin vegna þess að efnahagsstjórn landsins hefur verið traust á undanförnum árum sem dregur að einhverju marki úr nauðsyn þess að grípa þurfi til sértækra aðgerða. Af því sögðu er rétt að taka fram að við í Framsókn munum áfram standa vörð um hagsmuni tekjulægstu hópana og þá sem finna munu hvað mest fyrir þessu tímabundna ástandi og vaxtahækkun Seðlabankans. Húsnæðisverð Hér á Íslandi er það húsnæðisverð sem knýr verðbólguna áfram. Staðan er einfaldlega tilkomin vegna íbúðaskorts, m.a. vegna þéttingarstefnu borgarinnar, sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á húsnæðisverði. Það er verið að byggja dýrt húsnæði á dýrum svæðum í stað þess að mynda ný og spennandi hverfi og auka framboð lóða. Afleiðingarnar eru augljósar og áberandi; hátt húsnæðisverð. Nú á markmið næstu mánaða að vera að tryggja viðunandi framboð lóða ásamt því að auka áherslu á byggingu hagkvæms húsnæðis. Í því sambandi liggur beinast við að ráðast tafarlaust í endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Að því sögðu, þá fagna ég nýju innviðaráðuneyti sem er mjög gott skref, tímabær þróun og mikilvægt innlegg í það verkefni að fá heildarsýn á skipulags- og húsnæðismálin almennt. Ég hef trú á því að þetta muni skila okkur því að allir ferlar verði betrumbættir og að öll skipulagsvinnan verði skilvirkari allt frá upphafi þar til hægt er að hefja framkvæmdir af krafti. Með þessu munum við ná ofangreindum markmiðum um að byggja meira og hraðar af góðu og hagkvæmu húsnæði. Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Varðandi umræðu um stuðning til tekjulægstu hópa samfélagsins vil ég minnast á umræður milli mín og fjármálaráðherra á Alþingi í vikunni. Þar spurðist ég fyrir um húsnæðisliðinn og hvort til stæði að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, jafnvel tímabundið á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Ráðherra fór vel yfir stöðuna og þá vinnu sem hófst á síðasta kjörtímabili varðandi húsnæðisliðinn en var verið sett á bið ef svo má segja. Þeirri vinnu er því ekki lokið. Að mínu mati væri afnám húsnæðisliðsins, jafnvel tímabundið, vænlegt til árangurs í núverandi stöðu og myndi styðja best við þau heimili sem nú standa frammi fyrir talsverðri hækkun á lánum. Í dag mælist verðbólgan 5,7%, en án húsnæðisliðar stæði hún í 3,7%. Til lengri tíma gæfi það líklega réttari mynd að horfa til greiddrar húsaleigu, sem hefur verið stöðugri og ekki elt þær hækkanir að fullu leyti sem verið hafa á fasteignamarkaði undanfarið. Við þetta má bæta, og ég tel það bæði rétt og sanngjarnt, að nýta arðgreiðslur bankanna til að létta undir með heimilum og fyrirtækjum landsins sem munu finna fyrir hærra vaxtabyrði eftir vaxtahækkun Seðlabankans. Þetta hefur viðskiptaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, nú þegar haft orð á. Varasamar vaxtahækkanir Að lokum er mikilvægt að horfa til stýrivaxta. Þeir eru hagstjórnartæki Seðlabankans þegar hann telur nauðsyn vera á að grípa inn í sveiflur. Verðbólgan í dag er kostnaðarverðbólga. Því tel ég að SÍ eigi ekki að auka taumhald peningastefnunnar of hratt og mikilvægara sé að fara hægt í vaxtahækkanir og sjá hvort sú kostnaðarverðbólga sem við sjáum í dag sé ekki tímabundin og muni jafna sig um leið og við komumst í það horf sem við þekktum fyrir faraldurinn. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun