Jói og Teddi Ponza völdu næstu menn inn í íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga menn á lista sérfræðinganna. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta er komin af stað á ný eftir langt hlé vegna Evrópumótsins þar sem íslenska landsliðið náði frábærum árangri. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu fyrir sér hvaða leikmenn í Olís deildinni eru næstir inn í íslenska landsliðið. „Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn. Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn.
Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti