Skoðun

Frítt í stætó tífaldar notkun 61% vilja ekki borgarlínu

Baldur Borgþórsson skrifar

Það dró heldur betur til tíðinda í líðandi viku.

Í kjölfar greinar minnar Segi það aftur: Frítt í strætó - Vísir (visir.is) sem birt var mánudaginn 31.janúar var efni greinarinnar tekið til umfjöllunar miðvikudaginn 02.febrúar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Undirritaður mætti í viðtal - fór nokkuð ítarlega yfir málið, kosti þess að hafa frítt í strætó og sleppa Borgarlínu.

Í kjölfarið gerðu Vísir og Bylgjan könnun um hversu margir myndu nýta sér strætó ef hann yrði gerður gjaldfrjáls.

Niðurstaðan var afar skýr:

Ríflega 40%

Tífalft fleiri en nota þennan góða ferðamáta í dag.

Þetta eru sannarlega góð tíðindi og sýna hverju rétt nálgun getur skilað.

Miðvikudaginn 03.febrúar heldur Reykjavík síðdegis umfjöllun sinni áfram og í þetta sinn með viðtali við talsmann Borgarlínu.

Í kjölfarið gerðu Vísir og Bylgjan aðra könnun og nú var spurningin:

Ertu fylgjandi eða andvígur Borgarlínu.

Niðurstaðan var enn á ný afar skýr:

61% voru andvígir

22% fylgjandi

Niðurstöður umræddra kannana eru hrópandi skýrar:

Borgarbúar vilja gjaldfrjálsan Strætó.

Borgarbúar vilja EKKI Borgarlínu.

Höfundur er varaborgarfulltrúi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×