Segi það aftur: Frítt í strætó Baldur Borgþórsson skrifar 31. janúar 2022 12:00 Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Strætó Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun