Óvinurinn Persónuvernd Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. janúar 2022 19:31 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Frá því heimsfaraldur skall á fyrir um tveimur árum hefur þrengt verulega að þeim rétti. Þannig hefur til dæmis þótt eðlilegt að yfirvöld sæki upplýsingar frá kortafyrirtækjum til að finna út staðsetningu einstaklinga, veitingastaðir skrái komu gesta, sýna bólusetningarvottorð þegar þú ferð erlendis, sýna vottorð um að þú megir sækja viðburð, sækja ekki skóla nema niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir, upplýsa um hverjum þú varst með ef þú smitast og tilkynna náungann ef þig grunar að hann sé að fremja sóttvarnabrot. Á Íslandi starfar stofnunin Persónuvernd sem hefur eftirlit með að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarréttindi og innan þess ramma sem lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Í heimsfaraldrinum hafa áhrifamenn í samfélaginu beint spjótum sínum að stofnuninni og hún meðal annars verið sökuð um að standa í vegi fyrir mikilvægum aðgerðum í þágu samfélagsins. Fólk hefur einnig lagt sitt af mörkum í athugasemdakerfum við að úthúða stofnuninni, enda eflaust tilfinning þeirra að þarna sé óvinur á ferð í baráttunni við veiruna. Árásir á Persónuvernd undanfarið koma alls ekki á óvart, enda tilhneiging margra til að ganga á mannréttindi og víkja hindrunum úr vegi þegar samfélagið stendur frammi fyrir erfiðleikum. Mikilvægt er þó að láta ekki blekkjast af áróðri og huga að þeim afleiðingum sem óheft söfnun upplýsinga um einstaklinga getur haft í för með sér. Á tímum þar sem nær útilokað er að komast í gegnum daginn án eftirtektar er staðreynd að Persónuvernd hefur aldrei gegnt mikilvægara hlutverki. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Frá því heimsfaraldur skall á fyrir um tveimur árum hefur þrengt verulega að þeim rétti. Þannig hefur til dæmis þótt eðlilegt að yfirvöld sæki upplýsingar frá kortafyrirtækjum til að finna út staðsetningu einstaklinga, veitingastaðir skrái komu gesta, sýna bólusetningarvottorð þegar þú ferð erlendis, sýna vottorð um að þú megir sækja viðburð, sækja ekki skóla nema niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir, upplýsa um hverjum þú varst með ef þú smitast og tilkynna náungann ef þig grunar að hann sé að fremja sóttvarnabrot. Á Íslandi starfar stofnunin Persónuvernd sem hefur eftirlit með að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarréttindi og innan þess ramma sem lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Í heimsfaraldrinum hafa áhrifamenn í samfélaginu beint spjótum sínum að stofnuninni og hún meðal annars verið sökuð um að standa í vegi fyrir mikilvægum aðgerðum í þágu samfélagsins. Fólk hefur einnig lagt sitt af mörkum í athugasemdakerfum við að úthúða stofnuninni, enda eflaust tilfinning þeirra að þarna sé óvinur á ferð í baráttunni við veiruna. Árásir á Persónuvernd undanfarið koma alls ekki á óvart, enda tilhneiging margra til að ganga á mannréttindi og víkja hindrunum úr vegi þegar samfélagið stendur frammi fyrir erfiðleikum. Mikilvægt er þó að láta ekki blekkjast af áróðri og huga að þeim afleiðingum sem óheft söfnun upplýsinga um einstaklinga getur haft í för með sér. Á tímum þar sem nær útilokað er að komast í gegnum daginn án eftirtektar er staðreynd að Persónuvernd hefur aldrei gegnt mikilvægara hlutverki. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun