Handbolti

Guðmundur fór í göngutúr frekar en að horfa á leik Dananna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur var svekktur eftir niðurstöðu gærkvöldsins enda hafði hann sig látið dreyma um farseðil í undanúrslit.
Guðmundur var svekktur eftir niðurstöðu gærkvöldsins enda hafði hann sig látið dreyma um farseðil í undanúrslit. vísir/getty

„Ég stóð við það að horfa ekki á leik Dana og Frakka. Ég treysti mér ekki í það og hafði ekki góða tilfinningu fyrir leiknum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fyrir utan hótel landsliðsins í dag.

„Við þjálfararnir fórum í langan göngutúr á meðan á leiknum stóð og fengum svo auðvitað fréttir af því hvernig gengi. Það voru þung spor heim á hótel. Ég verð að játa það. Leiðin til baka var lengri en svona er þetta.“

Leikmenn voru, og eru, eðlilega svekktir að hafa ekki komist í undanúrslit þannig að það er verðugt verkefni hjá Guðmundi að fá þá til þess að einblína á næsta verkefni sem er leikur gegn Noregi um fimmta sætið.

„Við vorum að ræða það á fundinum áðan. Við verðum að loka þessum kafla. Okkur dreymdi um þetta og þetta var möguleiki. Það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Það er bara næsta verkefni sem er að spila um fimmta sætið á þessu móti. Það er frábært að fá það tækifæri að vera komnir þetta langt í þessu móti. Það er mikið undir og við ætlum að gefa allt í þetta.“

Klippa: Guðmundur hafði ekki góða tilfinningu fyrir leik Dana

Tengdar fréttir

Gummi Gumm bað um óskalag í Bítinu

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um sigurinn á Svartfjallalandi og frammistöðu Íslands á EM. Eftir viðtalið bað Guðmundur þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um óskalag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.