Handbolti

Guðmundur með 62 prósent af öllum sigurleikjum þjálfara Íslands á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson með strákunum eftir sigur á Svartfellingum. Elvar Áseirsson er einn af nýliðunum sem var hent út í djúpu laugina.
Guðmundur Guðmundsson með strákunum eftir sigur á Svartfellingum. Elvar Áseirsson er einn af nýliðunum sem var hent út í djúpu laugina. Getty/Jure Erzen

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er í algjörum sérflokki þegar kemur að stýra íslenska landsliðinu til sigurs í leikjum á Evrópumótinu í handbolta.

Íslenska landsliðið vann sinn fimmta sigur á núverandi Evrópumóti í gær þegar liðið vann tíu marka stórsigur á Svartfjallalandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vinnur fimm sigra á einu Evrópumóti en metið var fjórir sigrar á þremur Evrópumótum eða 2002, 2010 og 2014. Guðmundur var þjálfarinn á tveimur þeirra og á alls fjögur af fimm sigursælustu Evrópumótum Íslands frá upphafi.

Guðmundur hefur alls stýrt íslenska landsliðinu til sigurs í átján leikjum á Evrópumótum eða þrettán sigurleikjum fleira en næsti þjálfari íslenska landsliðsins sem er Aron Kristjánsson.

Guðmundur á 18 af 29 sigurleikjum þjálfara íslenska landsliðsins á EM eða 62 prósent allra sigurleikja Íslands á EM.

  • Flestir sigrar þjálfara Íslands á EM:
  • Guðmundur Guðmundsson 18 (39 leikir)
  • Aron Kristjánsson 5 (10)
  • Viggó Sigurðsson 2 (6)
  • Alfreð Gíslason 2 (6)
  • Þorbjörn Jensson 1 (6)
  • Geir Sveinsson 1 (3)
  • --
  • Sigrar Guðmundar Guðmundssonar: 18 (62%)
  • Sigrar annarra þjálfara: 11 (38%)
  • --
  • Flestir sigrar íslenska landsliðsins á einu EM:
  • Fimm sigarar
  • EM í Ungverjalandi og Slóvakíu 2022 (Guðmundur Guðmundsson þjálfari)
  • --
  • Fjórir sigrar
  • EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson)
  • EM í Austurríki 2010 (Guðmundur Guðmundsson)
  • EM í Danmörku 2014 (Aron Kristjánsson)
  • --
  • Þrír sigrar
  • EM í Noregi, Svíþjóð og Austurríki 2020 (Guðmundur Guðmundsson)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×