Kurteislegar „kappræður“ Bragi Skúlason skrifar 26. janúar 2022 10:32 Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun