Innlent

Riða greindist í kind sem send var til slátrunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekki kemur til niðurskurðar.
Ekki kemur til niðurskurðar. Vísir/Tryggvi

Nýverið barst Matvælastofnun tilkynning um að riða hafi greinst í sýni úr fé sem sent var til slátrunar. Um var að ræða sýni úr kind frá bænum Sporði á Vatnsnesi en sauðfjárbússkap var hætt þar í haust og ekkert fé lengur á bænum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en á hverju hausti er tekinn fjöldi sýna úr fé sem sent er til slátrunar og þau rannsökuð með tilliti til riðu. Tilkynning um jákvæða niðurstöðu úr rannsókn á einu slíku sýni frá því í haust barst nýlega Matvælastofnun frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum.

Þegar Matvælastofnun hafði samband við bóndann á bænum Sporði kom í ljós að hann hætti sauðfjárbúskap í haust. Í þessu tilviki þarf því ekki að grípa til niðurskurðar á fé en Matvælastofnun hyggst framkvæma faraldsfræðilega rannsókn og hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að hreinsun útihúsa og umhverfis, þar á meðal sótthreinsun, verði fyrirskipuð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.