Eins og við Íslendingar þekkjum ágætlega hefur kórónuveiran litað Evrópumótið allhressilega til þessa. Erlingur Richardson, þjálfari Hollands, nældi sér í veiruna og var því ekki á hliðarlínunni í kvöld.
Hvort það hefði hjálpað til er óvíst enda Danir með ógnarsterkt lið og ekki enn stigið feilspor á mótinu.
Það var í raun ljóst strax frá upphafi leiks að Danir myndu fara með sigur af hólmi en þeir leiddu með níu mörkum í hálfleik, staðan þá 21-12. Á endanum var að svo að Danmörk vann tólf marka sigur 35-23.
Four goals in 15 minutes from the amazing Mathias Gidsel@dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/tPVfW1vepv
— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2022
Mathias Gidsel fór hamförum í danska liðinu en hann skoraði níu mörk úr aðeins níu skotum. Þar á eftir komu Mikkel Hansen og Jóhan á Plógv Hansen með sjö mörk hvor. Sá síðarnefndi á ættir að rekja til Færeyja.
Mikkel Hansen becomes the 3rd player in history to hit 2 5 0 EHF EURO goals with this stunner @dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/qGfYqJG48N
— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2022
Niklas Landin og Kevin Møller vörðu svo samtals 16 skot í markinu. Hjá Hollendingum var Dani Baijens markahæstur með sex mörk.
Danmörk er enn með fullt hús stiga á mótinu og búið að tryggja sæti sitt í undanúrslitum.