Rússarnir byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt þriggja marka forskoti. Pólska liðið hleypti Rússunum þó ekki of langt fram úr sér og minnkaði muninn hægt og rólega. Pólverjar snéru svo leiknum sér í hag rétt fyrir hálfleik og fóru með eins marks forystu inn í hléið, 13-12.
Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en Rússarnir náðu forystunni á ní þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Forystan varð þó aldrei meiri en tvö mörk og ekkert sem gat skilið liðin að.
Pólverjar jöfnuðu metin í stöðunni 23-23, og eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna. Hvorugu liðinu tókst að slíta sig frá andstæðingum sínum og því endaði leikurinn með jafntefli, 29-29.
Rússar sitja nú í fjórða sæti riðilsins með þrjú stig eftir fjóra leiki, aðeins einu stigi á eftir Norðmönnum sem sitja í öðru sæti sem gefur keppnisrétt í undanúrslitum. Liðin í kringum Rússland í riðlinum eiga þó öll leik til góða og því eru möguleikar Rússa nánast orðnir að engu.
Pólverjar sitja hins vegar sem fastast á botni riðilsins með eitt stig.